Núna um áramótin sameinuðust tveir sterkir sjálfstæðir lífeyrissjóðir, Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn. Sjóðurinn starfar nú undir nafninu Almenni-Lífsverk lífeyrissjóður, en leitar nú að nýju nafni til framtíðar og biður almenning um aðstoð.
Sjóðurinn er stór, öflugur og öllum opinn, auk þess að vera starfsgreinasjóður nokkurra stétta: arkitekta, leiðsögumanna, lækna, hljómlistarmanna, verkfræðinga og tæknifræðinga. Í starfseminni er lögð áhersla á sveigjanleika, valfrelsi, árangur og upplýsingagjöf.
Spurningar? Hafðu samband við almenni-lifsverk@almenni-lifsverk.is