Almenni-Lífsverk lífeyrissjóður

Nýr lífeyrissjóður leitar að nafni

– ert þú með hugmynd ?

Verðlaun

100.000 kr.

Frestur

5. febrúar 2026

Mín tillaga

Nafnakeppnin

Núna um áramótin sameinuðust tveir sterkir sjálfstæðir lífeyrissjóðir, Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn. Sjóðurinn starfar nú undir nafninu Almenni-Lífsverk lífeyrissjóður, en leitar nú að nýju nafni til framtíðar og biður almenning um aðstoð.

Sjóðurinn er stór, öflugur og öllum opinn, auk þess að vera starfsgreinasjóður nokkurra stétta: arkitekta, leiðsögumanna, lækna, hljómlistarmanna, verkfræðinga og tæknifræðinga. Í starfseminni er lögð áhersla á sveigjanleika, valfrelsi, árangur og upplýsingagjöf.

Mín tillaga

0 / 100 orð

Reglur og skilmálar

1. Skipuleggjandi samkeppni

  • Almenni-Lífsverk lífeyrissjóður.

2. Þátttökuréttur

  • Einstaklingum með íslenska kennitölu er frjálst að taka þátt.
  • Starfsfólk og stjórnarmenn sjóðsins og aðrir sem tengjast framkvæmd keppninnar, sem og nánir aðstandendur þeirra, geta sent inn tillögur en eiga ekki rétt á verðlaunum.

3. Innsending og úrvinnsla tillagna

  • Stuttur rökstuðningur þarf að fylgja hverri tillögu.
  • Berist sama tillaga frá tveimur eða fleiri þátttakendum verður dregið um hver hlýtur verðlaunin.

4. Valferli og úrskurðarvald dómnefndar

  • Stjórn sjóðsins tekur endanlega ákvörðun um nýtt nafn og leggur tillögu um nafnabreytingu fyrir ársfund sjóðsins til samþykktar.

5. Verðlaun

  • Verðlaun eru 100.000 króna inneign á gjafakorti.
  • Ef sigurvegari er ekki fjárráða taka forráðamenn við verðlaununum.

6. Höfundarréttur og notkun innsendra tillagna

  • Með þátttöku veitir þátttakandi Almenna-Lífsverk lífeyrissjóði ótakmarkaðan rétt til að nota innsenda nafnatillögu í sína þágu, þar á meðal rétt til að breyta, aðlaga eða nýta hugmyndina á hvaða hátt sem er.
  • Þátttakandi afsalar sér með þátttöku öllum kröfum um greiðslur eða þóknanir fyrir notkun nafnatillögunnar, annarra en verðlaunum, að skilmálum uppfylltum.

7. Meðferð persónuupplýsinga

  • Meðferð persónuupplýsinga fer fram í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf.
  • Persónuupplýsingar eins og nafn, kennitala, símanúmer, heimilisfang og netfang, sem aflað er í tengslum við keppnina, eru einungis notaðar við úrvinnslu tillagna. Nafn sigurvegara verður auk þess gert opinbert, t.d. með fréttatilkynningu, á samfélagsmiðlum og mögulega öðru auglýsingaefni.
  • Öllum tillögum öðrum en vinningstillögu verður eytt þegar niðurstaða er fengin.

8. Breytingar og framkvæmd

  • Almenni-Lífsverk lífeyrissjóður áskilur sér rétt til að breyta reglum keppninnar reynist þörf á því.
  • Allar verulegar breytingar verða tilkynntar þátttakendum.

Hafa samband

Spurningar? Hafðu samband við almenni-lifsverk@almenni-lifsverk.is